Of mikið af kúlusúkk og mánudagur

Hæ,

Úff já tók áðan "overdoze" af kúlusúkki og hreinlega líður bölvanlega. Skil ekkert í mér að gleypa þetta allt saman.
Það er hreinlega brjálað að gera og vesalingurinn hann Hellingur fær ekki að skína eins og ég vonaði.
Pabbi kemur á fimmtudaginn og ég hreinlega á eftir að þrífa alla lífhimnuna af gólfinu...ég vona að hann komi eftir myrkur og vakni fyrst í myrkri...og já þoli lyktina.

Ég á að halda smá kynningu fyrir Danfoss á miðvikudag og verð að viðurkenna það að ég er bara nett stressaður. Svona sölufundir eru svo mikið leikhús stundum. Ekki sýna veikleikamerki því þá ertu í vörn allan tíman. Mér verður títt hugsað til Survivor þáttanna þegar ég sit svona fundi. Tveir pólar mætast og vilja magna sinn segul, sá sem dregur fleiri skildinga að sínum pól vinnur.
Er stundum að velta því fyrir mér hvort að ég sé virkilega guttinn í þess háttar póló.

Anyway, sá alveg ágætis ræmu í gær Troy. Pitturinn stóð sig vel sem hinn hælsærði Akíles. Einnig sá ég fína mynd í síðustu viku með Johnny Depp og sú mynd heitir Blow.
Svo er ég að lesa ágætis bók sem heitir Hundshöfuð. Íslensk þýðing á danskri bók, sem hefur vakið töluverða athygli. Vel skrifuð.

Að lokum verð ég að minnast á tónleika sem ég fór á síðasta föstudag. Fór með Demantsvejdrottningunni og naut tóna frá hljómsveit sem heitir Saybia. Alveg hreint frábærir tónleikar. Á undan var unglingaband sem heitir The late parade sem voru skemmtileg. Sérstaklega var gaman að fylgjast með trommaranum. Ung stúlka sem notaði nú ekki alltaf trommukjuða til að slá á drumburnar. Kannski pínu stefnulaust hjá nefndri skrúðgöngu, en lofaði góðu. Söngvarinn var virkilega góður. Kannski upprennandi stjörnur hver veit.

Ég kveð ykkur í bili.

Ummæli

Johann Hjartarson sagði…
Úff, allt þetta súkkulaðital!

Kíktu á þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=QpRthRsWkXo

Hvað er betra á sunnudegi?

Vinsælar færslur